martin.swift.is > thordis01.php
Drepið mig núna, ég er dofin og ánægð
Dæmið ei vægar en mér sjálfri er tamt
Byltingin brotin og samt er ég fullnægð
Blóðið jafn lifandi, fossandi og rammt

Úthellt var ekki einum einasta dropa
Enginn er hetja og ekkert er breytt
Dreymdi svo lengi um þá dreyrrauðu sopa
Drykkur minn nú er vatn eða ekki neitt

Gjaldgeng er hvorki sem gyðja né hóra
Gilda má einu hvað hold og hvað plast
Hugsa um heilsuna, hugsa um að tóra
Hef ég þá tapað og fullorðnast?
Þórdís Helgadóttir

-tekið úr Örþrasi, ljóðakveri Listafélagsins
-Birt án leyfis höfundar
-mjbs 9.11.2001.