Sumarmót Brokeyjar 2011

Laugardaginn 18. júní 2011 var Sumarmót Brokeyjar haldiđ viđ Fossvoginn. Sjá tilkynningu um keppni.

Mótsdagur

Keppendur flykktust á mótsstađ morguninn 18. júní í blíđviđri sem einkennt hafđi kvöld ţjóđhátíđardags Íslendinga sem og nóttina fyrir daginn. Blíđviđri í skilningi landkrabbans er ţó eitur í beinum siglingamanna. Ţrátt fyrir von um sćmilegan sólvind rćttist illu heilli spáin um hćga, breytilega átt og setti mark sitt á keppnina.

Keppendur voru ţó allir hinir bjartsýnustu og voru bátar komnir upp stuttu fyrir skipsstjórafund. Ţar var fariđ stuttlega yfir keppnisfyrirmćlin og—ţar sem eitthvađ var um óreyndari kappa ađ ganga inn í siglingasamfélagiđ okkar—stuttlega fariđ yfir ţau flögg sem ţau kćmu líklegast til međ ađ sjá.

Alls skiluđu sér fjórtán keppendur og nćgđu til ađ fylla fjóra flokka: Optimist A, Optimist B, Laser Radial og Opinn flokk. Optimist A flokkur er fyrir keppendur sem kepptu á Íslandsmótinu 2010 í A flokki eđa náđu í eitt fimm efstu sćtanna í B flokki. Í opnum flokki var einn Laser 4.7 og tveir Topper Topaz bátar.

Ađ fundi loknum hélt hersingin út í andvarann og mjakađi sér ađ brautinni sem stađsett var viđ mynni Fossvogs. Ţegar ţangađ var komiđ breyttist vindátt snarlega og eftir ađ brautin var löguđ féll vindur algerlega niđur. Ađ lokum var úr ráđiđ ađ fćra brautina utar í Skerjafjörđinn, Ćgissíđu-megin viđ Sker.

Ţar fékkst loksins bćrilegur byr og náđust tvćr stuttar keppnir sem hver um sig var um tuttugu mínútur. Í flokki Laser Radial sýndi Ţorlákur Sigurđsson úr Nökkva, nokkra yfirburđi og vann báđar keppnirnar örugglega. Anders Rafn, Guđmundur Ísak og Eyţór Pétur bitust um hituna og skildu í lokin einungis eitt stig ađ á milli ţeirra. Keppnin var ennfremur ákaflega spennandi ţví í fyrri keppninni kom Guđmundur í mark einungis ellefu sekúndum á eftir Eyţóri. Í ţeirri seinni varđ Eyţór ţó ađ snúa í land sökum bilunar.

Í öđrum flokkum voru úrslitin samkvćmari og komu bátar í mark í sömu röđ í báđum keppnum. Í opna flokknum sigldi Sigurđur Seán, Nökkva, fremstur í flokki og kom í mark međ um eđa yfir tvćr mínútur á Topper Topaz bátana í útreiknuđum tíma. Mest var baráttan ţó í Optimist flokknum ţar sem örfáar sekúndur skildu ađ nokkra báta og eitt sćtiđ réđist á loka metrunum ţegar einum kappanum tókst ađ grípa hviđu og stinga sér fram úr nćsta bát fyrir framan á lokametrunum viđ markiđ.

Sigurvegari Optimist A flokks varđ á endanum Búi Fannar Ívarsson, Brokey en Optimist B flokk sigrađi Baldvin Ari Jóhannesson, Ými.

Ţar sem komiđ var vel fram yfir hádegi var ráđiđ ađ halda í land og gćđa sér á hamborgurum sem stjórnarmenn Brokeyjar elduđu. Laser og Topaz bátarnir voru sendir í land en seglin tekin niđur á Optimist bátunum, ţeir skildir eftir viđ keppnisstjórnarbátinn og siglingamenn ferjađir í land á vélbátum ţjálfara Brokeyjar og Ýmis.

Ađ snćđingi loknum var skundađ aftur út á haf til ađ reyna viđ ađ minnsta kosti eina keppni í viđbót, en veđriđ var engu samvinnuţýđara en um morguninn og vind lćgđi stöđugt. Gerđ var tilraun til eins starts í Optimist flokkum en hćgur vindurinn nćgđi ekki til ađ berjast á móti ađfallinu. Keppni var frestađ og stuttu síđar var frekari umferđum blásiđ af.

Heildarúrslit má finna hér ađ neđan. Sökum tćknilegra örđuleika reyndist ekki fćrt ađ ná tímum í fyrri umferđ Optimist flokkanna.

Ađ veđrinu undanskyldu tókst mótiđ ágćtlega, siglingamenn sigldu eins og herforingjar og höguđu sér drengilega. Vill keppnisstjórn koma sérlegum ţökkum til foreldra og ađstandenda keppenda sem ađstođuđu viđ framkvćmd mótsins á sjó og í landi. Eins eiga ţjálfarar Brokeyjar og Ýmis, Kári og Ólafur Víđir, ţakkir skiliđ og svo síđast en ekki síst Áki og međeigendur hans ađ Míu sem sinnti hlutverki keppnisstjórnarbáts á mótinu.

Myndir

Úrslit

Optimist A

SćtiKeppandiKeppni 1Keppni 2Heildarstig
Sigldur tímiStig Sigldur tímiStig
1.Búi Fannar Ívarsson-100:22:3112
2.Hrefna Ásgerisdóttir-200:22:4324
3.Gunnar Bjarki Jónsson-300:22:5236

Optimist B

SćtiKeppandiKeppni 1Keppni 2Heildarstig
Sigldur tímiStig Sigldur tímiStig
1.Baldvin Ari Jóhannesson-100:23:5712
2.Ţorbjörg Erna Mímisdóttir-200:24:1724
3.Ţorgeir Ólafsson-300:26:0336
4.Huldar Hlynsson-400:27:2948

Laser Radial

SćtiKeppandiForgjöfKeppni 1Keppni 2Heildarstig
Sigldur tímiÚtreiknađStig Sigldur tímiÚtreiknađStig
1.Ţorlákur Sigurđsson110100:20:4400:18:50100:19:4000:17:5212
2.Anders Rafn Sigţórsson110100:23:2000:21:12200:21:2600:19:2835
3.Guđmundur Ísak Markússon110100:26:1600:23:51400:20:4100:18:4726
4.Eyţór Pétur Ađalsteinsson110100:26:0500:23:413DNFDNF58

Opinn flokkur

SćtiKeppandiForgjöfKeppni 1Keppni 2Heildarstig
Sigldur tímiÚtreiknađStig Sigldur tímiÚtreiknađStig
1.Sigurđur Seán Sigursson117500:23:1300:19:46100:20:2400:17:2212
2.Björn Bjarnarson & Hjörtur Már Ingason120000:26:3500:22:09200:23:0200:19:1224
3.Ólafur Már Ólafsson120000:27:0400:22:33300:24:1700:20:1436

(Úrslitin á excel formi)