Kænur og kænska

Nú þegar bátar eru komnir á flot og farfuglarnir snúnir aftur á skerið er um að gera að koma sér í form og hefja sumarið með smelli. Vikuna 21.-27. maí 11.-17.júní verður í boði kænusiglinganámskeið ætlað reyndum siglingamönnum sem hafa áhuga á að bæta sig sem alhliða siglingamenn.

Í brennidepli verða almenn bátsmeðferð, seglastillingar og kænska með áherslu á samanburð á milli kæna og kjölbáta. Laugardag og sunnudag nýtum við til að kynnast bátunum og öðlast leikni á þá. Svo verða þrjár kvöldæfingar þar sem við munum einbeita okkur að siglingakænsku.

Námskeiðið verður haldið í Fossvoginum undir handleiðslu Snorra Valdimarssonar og Martins (Tinna) Swift og er námskeiðisgjald 10 000 kr.

Dagskrá

Helgina 11.-12. maí er mæting klukkan tíu og komið í land klukkan fjögur. Helstu áhersluatriði verða:

Laugardagur
Uppsetning báta
Vendingar
Hraðastjórnun
Sunnudagur
Seglastillignar
Staðsetning í bátnum
Stysta leið í gegnum braut
Siglingakænska

Kvöldæfingarnar hefjast klukkan fimm. Þar verða tekin fyrir ákveðin atriði frá helginni og unnið í að byggja upp leikni í þeim.

Skráning

Hámarksfjöldi er 10 manns og skráningarfrestur til 1. júní. Skráning í tölvupóstfanginu martin@swift.is.