martin.swift.is > siglingar
Sumarmót Brokeyjar 2011
Sumarmótið var að þessu sinni haldið á Skerjafirðinum þann 18. júní 2011. Ég var fenginn í keppnisstjórn og hér er að finna tilkynningu um keppnina, keppnisfyrirmæli og (vonandi bráðum) myndir frá deginum.
Kænur og kænska
Þetta var hugmynd að námskeiði sem við Snorri settum saman að undirlagi Siglingasambandsins til að koma til móts við áhuga vanra kjölbátasiglingamanna. Því miður reyndust fáir nægilega áhugasamir svo við neyddumst til að hætta í tvígang við námskeiðið. Hugmyndin er þó enn á lífi og vonandi verður hún einhverntíma framkvæmd.
Íslandsmót 2004
Nokkrar myndir af heimasíðu Þyts sem voru eitthvað undarlegar.
Smáþjóðaleikarnir 2003
Árið 2003 voru leikarnir haldnir á Möltu og siglingar meðal keppnisgreina. Ísland sendi hóp ungmenna ásamt gamlingjunum okkur Haffa.
Íslandsmót Optimist 2002
Nokkrar myndir af móti sem Hidda var að fylgja nokkrum Siglnesingum á.
Vogsgangan mikla 2001
Hér má sjá sönnun þess að enn eru (eða, a.m.k. voru) karlmenni á Íslandi.

Ýmislegt mis-áhugavert

Keppnisstjórn

Fyrir Sumarmót Brokeyjar 2011 setti ég upp lítið Excel skjal (já, ég lagðist svo lágt) til að gera útreikninga forgjafar einfaldari. Ég hef ekki prufað þetta skjal neitt að miklu ráði, svo gallar kunna að leynast, en það kynni að vera einhverjum áhugavert.

Einhvern daginn væri gaman að setja upp öflugara og auðskilkjanlegra kerfi. Látið vita ef þið hafið áhuga.

Heilræði

Laser

Íslenskar síður

Stutt (og sæmilega sönn) saga (áhugaverða dótið er hér fyrir neðan)

Mitt líf og yndi eru siglingarnar. Tólf ára datt ég inn í íþróttina og hef ekki náð að losna úr henni síðan. Ég lærði grundvallaratriðin í Siglunesi en Óttarr Hrafnkelsson tók suma nýliðanna að sér og hélt áfram með kennsluna auk þess að hann þjálfaði okkur nokkra vetur meðan allt annað siglingastarf lá niðri. Síðan þá hefur enginn stundað þjálfun og kennslu að þessu tagi og er því lítið af ungum siglingaköppum í íþróttinni.

Upphaf keppsiglinga

Snemma hóf ég að keppa á kænu og byrjaði í b-flokki Optimist kæna. Optimistinn er yndisleg kæna ... í minningunni. Þegar við vorum að sigla henni þótti okkur hún kubbsleg og lítil, uppnefndum hana jafnvel Baðkarið. Það var ekki fyrr en síðar að ég lærði að meta eiginleika Karsins sem er létt og nett kæna, næm fyrir siglingamanninum og því sérlega góð til kennslu.

Því miður var ég bara eitt ár í Optimistklassanum því á honum eru aldurstakmörk. Sumarið 1995 fór ég því yfir á þá vinsælu kænu Laser. Þar fór ég loksins að keppa við Hafstein Ægi Geirsson (Haffa), vin minn, (hann var kominn í a-flokkinn þegar ég byrjaði að keppa). Eins öttum við kappi við Snorra Valdimarsson sem sigldi á Europ, á þeim mótum sem voru ekki einskorðuð við Laser kænur.

Utanlandsferðir

Árið 1997 tók ég þátt í smáþjóðaleikunum sem þá voru haldnir á Íslandi. Árið eftir fór ég ásamt Haffa og Guðna Degi á SPA-Regatta í Medemblik, Hollandi og DOS-Regatta í Köben. Það var ultrafjör og skrifaði ég m.a. ferðadagbók (fyrir SÍL) sem ég set jafnvel einhvern tíma hér inn fyrir áhugasama. Næsta ár fórum við Haffi aftur út til Köben til að keppa á DOS. Guðni var þá upptekinn í námi (eða e-ð álíka -- gott ef hann var ekki bara kominn með kellingu líka). Við gistum hjá Óttarri sem þá var að læra úti og hugsaði hann vel um okkur, fylgdi okkur í keppnir og eldaði ofaní okkur (ekki amalegt að vera með þjálfara og kokk í einum manni!).

Þar með lauk keppnisferli mínum -- a.m.k. í bili. Sumarið 2000 gerðist sá merkisatburður að Íslendingar fengu að senda keppanda í siglingum á Ólympíuleikana í Sydney. Íslandsmeistarinn á Laser kænu, Haffi, var valinn til ferðarinnar og fór til Frakklands í þjálfunarbúðir. Sama ár fór ég á ólympíuleikana í eðlisfræði og var sjálfur lítið á landinu. Drjúgan hluta næstu sumra þvældist hann um Evrópu á mótum og voru því fáir til að sigla með hér heima á Fróni. Ég fór að vinna uppi í Háskóla og sinnti siglinunum lítið -- helst að maður fór að athuga hvort báturinn væri í lagi stuttu fyrir mót. Þetta var sumsé sorglegur tími.

Uppreisn æru?

En ekki var öll nótt úti. Vorið 2003 var tilkynnt að loksins yrðu siglingar aftur meðal greina á smáþjóðaleikunum sem haldnir voru á Möltu þetta skiptið. Til að komast að þurfti að mæta reglulega á æfingar og standa sig vel á opnunarmótinu. Þetta var einmitt það sem ég þurfti! Tók ekki barasta kallinn sig á og kom sér í form. Var barasta stundvís og sigraði Radial flokkinn (Laser).

Úti á Möltu var voða gaman. Frábært siglingasvæði og gott veður. Lenti í 9. sæti af 13 og hefði getað gert betur. Sjá nánar hér að neðan.

Heima sigldi ég því miður ekki mikið og rétt marði að sigra Íslandsmótið. Þar börðumst við Valgeir Torfason allt til næst-seinustu keppni sem vannst innan tveggja bátslengda frá markinu eftir mikla baráttu og ótrúlegar sviptingar. Nú er bara að vona að maður fylgi þessu eftir nú í sumar ;-)