Mat á snjóflóðahættu

Besta leiðin til að komast lífs af í snjóflóði er að vera ekki á staðnum þegar það fellur. Lífslíkur í snjóflóðum eru hreint ekki góðar og þótt við göngum um með heilögu þrenninguna eigum við að vinna markvisst að því að nota hana aldrei.

Snjósöfnun

Þar sem enginn er snjórinn, falla engin snjóflóð. Því eru auðir hryggir auðir og áveðurshliðar fjalla öruggir staðir til ferða, hvað snjóflóðum viðvíkur. Í skálar, dældir og hléhlíðar safnast hins vegar oft snjór í miklu magni.

Snjóalög

Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og það sama á við um snjóþekjuna. Svo flekasnjóflóð fari af stað þarf veikt lag og flöt þar undir sem flekinn getur runnið á.

Til að meta snjóalögin eru gerðir svokallaðir snjóprófílar.

Tenglar

Mat á snjóflóðahættu