Gerðir snjóflóða

Til að þekkja hættuna, þarf að vita eitthvað um gerð hennar. Almennt má skipta snjóflóðum í þrennt; lausasnjóflóð, flekaflóð og krapaflóð, en auk þeirra eru oft talin til snjóflóða: íshrun, þakhrun og hengjuhrun til snjóflóða og ber sérlega að hafa í huga.

Lausasnjóflóð

Í nægum halla getur samloðun snævar verið ófullnægjandi til að hindra að snjór skriki til. Snjórinn safnast upp að þeim halla sem samloðunin heldur og því þarf lítið til að hnika hlíðinni úr jafnvægi. Upptök lausasnjóflóða eru almennt í einum punkti þar sem snjór skrikar og kemur hlíðinni fyrir neðan á hreyfingu. Ef snjórinn er ekki nógu stöðugur rennur sífellt meiri snjór af stað svo úr getur orðið mikið flóð áður en það stöðvast við fjallsrætur.

Til að lausasnjóflóð verði, þarf talsverðan halla og því sjaldgæfara að fólk eigi ferð um brekkur þar sem hætta er á þeim. Færir skíðamenn og vélsleðamenn eru þó hrifnir af slíkum brekkum og þurfa að hafa varann á þeim. Augljóst dæmi um vísbendingu um hættu á lausasnjóflóði eru litlir snjóboltar sem rúllað hafa niður úr hlíðum.

Flekaflóð

Flekaflóðin eru almennt hættulegustu flóðin. Þar kemur til að þau eru almennt stærri, harður flekinn getur lemstrað þá sem í verða og þau fara almennt af stað í halla sem algengt er að fólk ferðist um í.

Krapaflóð

Við lítinn halla getur snjór mettast af vatni sem ekki nær að renna í burtu. Við það þyngist hann verulega og getur runnið af stað þegar sú stífla sem hélt við honum brestur. Oft eru krapaflóð grunn, en nógu öflug til að feykja fólki um koll og er þá að hluta til hending hvaða líkamshluti endar ofan flóðsins.

Íshrun

Nýlega urðu tvö banaslys af völdum íshruns í íshellum. Eins er íshrun við keflandi skriðjökla og varhugavert að sigla nærri þeim.

Þakhrun

Þakhrun geta orðið þegar ofankoma er mikil. Hús eru ennfremur hlý að innan og bræða þann hluta snjós sem að þakinu liggur. Því getur komið að því að öll snjóþekjan renni af stað. (sagan af piltunum sem grófust rétt úti við eldhúsgluggann).

Hengjuhrun

Hengjur eru almennt afar stöðugar enda myndast þær úr veðurbörðum snjó sem pakkast vel við fjallstinda og hryggi. Allt á þó sín takmörk.

Tenglar

Snjóflóð