Flest rötum við um þau hverfi sem við búum en þegar á ókunna staði er komið skortir okkur minningar eða þekkingu til að rata leiðar okkar. Þá grípum við gjarnan til tækja til að greina staðsetningu okkar og finna hvert við viljum fara. Hér verður tæpt á kortum, áttavita og staðsetningartæki og hvernig þau má nota til að rata um ókunn svæði.

KortFyrsta verkfærið eru kortin
Þau eru okkar leiðarljós jafnt við skipulagningu ferða sem og til staðsetningar í ferðunum sjálfum. Til þess þurfum við að hafa á hreinu hvernig kortin eru kvörðuð til að geta lesið vegalengdir af þeim og kunna skil á helstu kortavörpunum til að geta hvort tveggja fundið hnit staða og staði út frá hnitum. Að lokum þurfum við að þekkja áttir og hvernig þær eru lesnar af og færð inn á kort.
ÁttavitiAnnað verkfærið er áttavitinn.
Hann notum við til að finna stefnur á viðmið og færa inn á kort, sem og að lesa stefnur af kortum og finna hvert halda á. Til þess þurfum við að þekkja til misvísunarinnar og hvernig reiknað er á milli réttvísandi og misvísandi stefna.
Þriðja verkfærið er staðsetningartækið.
Slík tæki eru ákaflega gagnleg enda geta þau gefið okkur upp staðsetningu án þess að sjá til fjalla eða annars sem við getum miðað staðsetningu okkar út frá. Mörg þeirra eru ennfremur með innbyggðum kortum og áttavita. Staðsetnignartæki er því frábært verkfæri en kemur seint í staðin fyrir hefðubundið kort og áttavita sem þola meira hnjask og vosbúð og ganga ekki fyrir rafhlöðum.

Aukaefni