Fjallamennska

Ísöxin
Ísöxin er hið gagnlegasta tól. Hana má nota sem staf til stuðnings, til að höggva sér spor í hálan klaka, til að hífa sig upp þegar lítið er um höldur og svo til að stöðva bremsa göngumann ef hann rennur af stað.
Broddaganga
Broddar gera annars ó- eða illfær svæði auðveld yfirferðar. Hins vegar þarf að huga vel að beitingu þeirra. Það mikla grip sem þeir gefa er tvíeggja blað og getur valdið meiðslum ef ekki er rétt að farið.
Hnútar
Línur eru notaðar í margvíslegum tilgangi á fjöllum og er þá nauðsynlegt að þekkja nokkra gagnlega hnúta nægilega vel svo hægt sé að hnýta þá hratt og örugglega í erfiðum aðstæðum.
Gengið í línu
Ein gagnsemi lína er til trygginar meðlima í gönguhópi. Þá tengja sig allir við eina línu og tryggja hvort annað ef einhver kynni að falla í sprungu eða renna niður hlíð.
Snjótryggingar
Stundum er ekkert til taks nema snjórinn til að tryggja í. Það er svosum allt í lagi því það má tryggja í glettilega lausan snjó. Því þéttari sem hann er því öruggari verður samsskonar trygging þó.
Sig
Niðurganga er oft ekki síður erfið en uppgangan og því er ágætt að hafa möguleikann á að síga einfaldlega niður bratta eða hamra.