Speglað kerfi

Styrkur kerfa

Gerum ráð fyrir 2 x persónur x 10 kN/persóna = 20 kN

Tryggingar

Góð bergtrygging er 7,5 kN. Þrjár bergtryggingar eru þá > 20 kN en ef tryggingar eru lélegar þarf hugsanlega fleiri.

Karabínur

Karabínur eru breytilegar að styrk en þurfa að vera yfir 20 kN.

Læstar á öllu sem á að halda kerfinu (eða tvær ólæstar á móti hvor annari). Karabínurnar skal skrúfa niður svo titringur opni þær ekki.

Línur

ÞykktAlgengur styrkur
6 mm8 kN
7 mm10 kN
8 mm15 kN
11 mm30 kN

Hnútur tekur u.þ.b. 1/3 af styrk línu.

Hlutar kerfa

Íslenskir hópar eru nú að færa sig yfir í speglað kerfi þar sem öryggis og aðallínur eru í raun eins og deila álagi við sig.

Akkeri

Akkerið getur verið fest hvernig sem er hvor línan um sig þarf akkeri með tryggingum sem saman eru yfir 20 kN. Þær eru svo festar saman með einhverskonar hanafæti sem kemur saman í hnút með lykkju. Í það er svo kerfið fest.

Sleppibragð

Á milli línu og akkeris getur verið gott að setja upp sleppibragð (e. release hitch). Það er gert úr tveimur karabínum og 8 mm þarfaspotta. Lítil lykkja er bundinn á annan endann á spottanum og fest í aðra karabínuna. Hann er svo þræddur upp í hina, aftur til baka í þá fyrri og svo festur í þá seinni með ítölsku bragði (Munter hitch). Ágætt er að gera þetta með að hafa „fyrri“ lykkjuna í beltinu hjá sér og þá „seinni“ í akkerinu til að geta strekkt á þeim án þess nota í það hendurnar.

Spottinn er svo hertur til að stytta kerfið sem mest, slakað aðeins til að snúa ítalska bragðinu rétt, og gert upp á hefðbundinn hátt (bragð utanum, og annað í stefnu línunnar). Hinn endann skal tryggja einhverstaðar svo sleppibragðið renni ekki allt út ef umsjónarmaður kerfisins missir spottann.

Sleppibragðið er ekki nauðsynlegt en getur gagnast við að lengja aðeins í kerfinu, t.d. ef hnútur er kominn upp að tryggingartóli eða ekki næst að losa prússikhnúta eftir fall.

Aðallína

Ef munur er á línunum er aðallínan sú ótryggari/eldri/reynslumeiri. Aðallína er sett upp með tryggingartóli (t.d. scarab) og einni prússiklykkju til að geta læst henni.

Öryggislína

Öryggislínan á að vera betri en aðallínan. Meiri hætta er á að skemma aðallínuna við það að fara fram af brún og þá er betra að eiga ásinn eftir.

Öryggislínan er fest sett upp með tryggingartóli (t.d. ATC) og tveimur prússiklykkjum þar sem hún á að geta tekið fall.

Börur

Börumenn

Aðstæður

Brattbrekkubjörgun

Lóðrétt

Keyrsla kerfa

Farið fram af brún

Áhættusamasta keyrslan er þegar farið er fram af brún. Þá er mikil hreyfing á kerfinu og álag á börumanni. Líkur eru á því að högg komi á línuna eða hún skerist á brúninni. Brúnavarnir eru því mikilvægar til að verja hana og jafvel gott að vera með þrífót við brúnina.

Sig

Hífing

Hífing

Ítarefni

Fyrri hlutinn er brattbrekkubjörgun og sá síðari straumvatnsbjörgun.