Línubrú

Línubrú samanstendur af streng og stýrilínum. Sé línubrúin lárétt eru stýrilínurnar sitt hvoru megin og virka þá sem öryggislína strengsins. Halli línubrúin hins vegar verður að setja upp aðal- og öryggislínu eins og í sigi.

Hlutar kerfis

Strengur

Dreginn yfir á fasta staðinn og þar settur upp með high tension ??? (snúningshnút???). Hinum megin er hann tengdur með raðprússik (e. tandem prusik) í gegnum sleppibragð (e. release hitch) við akkerið og gírun útbúin til að strekkja á strengnum.

Strengurinn er forstrekktur með 1:2 gírun af einum einstaklingi. Meiri strekking getur ofhlaðið kerfið þegar farg er hengt í strenginn. Eftir að búið er að fergja kerfið og hornið sem það myndar við fargið er nægilega hvasst má strekkja það frekar með 1:12 gírun af einum einstaklingi (eða sambærilegri gírun af fleirum).

Stýrilína

Sé kerfið lárétt þarf að draga aðra línuna yfir en annars eru þær báðar settar upp við efri endann. Stýrilínurnar eru svo settar upp líkt og á spegluðu kerfi: með prússikhnút (hengdum í sleppibragð) til að læsa og sigtóli eða hjóli þar fyrir aftan til að síga eða hífa, tilsvarandi.

Vagn

Vagninn er festur við strenginn með hjóli svo hann geti runnið eftir honum. Neðan í vagninn er gott að hafa hnúajárn og sitt hvor stýrilínan fest í það, annars vegar í endann en einnig með því að festa í hann prússikhnút til að koma til móts við veikingu línunnar vegna hnútsins.

Neðan í vagninn er svo fargið fest með tvöfaldri festingu (t.a.m. sling og prússellu).