Gírun

Gírun er gagnlegt verkfæri til að dreifa þeim krafti sem vinna þarf til að draga inn línu.

Tegundir gíruna

Gírunum er almennt skipt í þrennt eftir því hvernig þær eru settar saman.

Einfaldar gíranir

Einfaldar gíranir eru þær þar sem færanlegu hjólin:

Slíkar gíranir eru einmitt einfaldar: Einhver hjól geta verið föst við akkerið en hin í einn og sama punkt á línunni. Hún er svo leidd fram og til baka í gegnum hjólin.

Algengustu einföldu gíranirnar eru 1:2 og 1:3 (sjá neðar). Einfaldar gíranir eru líka einfaldar í keyrslu því þær þarf mun minna að endursetja. Hins vegar eru þær ekki nýtnar á hjól þegar ná á hærri gírunarhlutföllum; til að hækka gírunarhlutfall um tvo þarf að bæta við tveimur hjólum svo í 1:7 gírun eru komin sex hjól! Þá er skynsamlegra að nota samsetta gírun.

Samsettar gíranir

Samsettar gíranir eru settar saman (og þaðan kemur nafnið) úr tveimur eða fleiri einföldum gírunum þannig að færanlegu hjólin:

Ókosturinn við samsettar gíranir er að þær þarf að endurstilla (oftar). Algengustu samsettu gíranirnar eru 1:6 gírun sem er sett saman úr einfaldri 1:3 gírun á einfalda 1:2 gírun, og 1:9 gírun sem er sett saman úr tveimur einföldum 1:3 gírunum.

Flóknar gíranir

Flóknar gíranir eru settar saman úr einföldum og/eða samsettum gírunum þar sem a.m.k. eitt hjól færast á móti hinum eða aðrar línur eru notaðar í gírunina (sjá að neðan).

Þær eru svosum ekki oft notaðar en gott að þekkja til þeirra. Einfaldasta samsetta gírunin væri 1:5 en einnig má búa til einfalda 1:5 gírun með ekki nema einu auka hjóli.

Algengar gíranir

1:2

Skýringarmynd af 1:2 gírun

Einfaldasta einfalda gírunin. Hún felst í því að lína er fest í akkeri, send í gegnum hjól sem er svo fest í fargið. Ef nægur mannskapur er til staðar eða fargið er ekki svo þungt er þetta tvímælalaust fljótlegasta kerfið.

1:3

Skýringarmynd af einfaldri 1:3 gírun

Einfaldasta einfalda oddatölugírunin. Hér er línan fest í fargið sjálft (eins og oft er reyndin í félagabjörgun), dregin í gegnum eitt hjól sem fest er við akkeri og annað sem er fest við fargenda línunnar. Þetta er stundum einnig nefnt Z-rigg vegna þess hvernig línan liggur.

Ef ekki er hægt að festa hjólið sem tjóðrað er við farglínuna alveg við fargið þarf að endurstilla kerfið með því að færa tjóðrunina nær farginu eftir því sem það er halað inn.

1:6

Skýringarmynd af samsettri 1:6 gírun

Oft nægir að kasta niður línubugðu með hjóli (eða karabínu) niður til félagans svo hann nái að klóra sig upp, sér í lagi ef fleiri en einn eru að toga. Annars getur verið gott að setja einfalda 1:3 gírun ofan á einföldu 1:2 gírunina sem bugðan gefur.

Þá fæst 1:6 gírunin hér til vinstri.

1:9

Skýringarmynd af samsettri 1:9 gírun

Afar gagnleg viðbót við 1:3 gírunina. Hún felst í raun í því að setja tvær einfaldar 1:3 gíranir saman í röð.

Það þarf ekki nema fjögur hjól í þessa samsettu gírun en hún nær tífaldar kraftinn sem beitt er á hana. Ef félaginn næst ekki upp með þessu, þá er eitthvað fast.

1:5

Það eru oft fleiri en ein gírun sem gefur sama hlutfall. Hlutfallið 1:5 má t.a.m. gera á tvo vegu; með einfaldri og flókinni gírun. Tökum þá flóknu fyrir fyrst.

Flókin

Skýringarmynd af flókinni 1:5 gírun

Sett er upp einföld 1:3 gírun en átaksendinn sendur í gegnum hjól sem er fest við línuna þar sem hún kemur út úr akkerishjólinu. Auka hjólið bætir tveimur við gírunina og gerir hana að 1:5.

Á þessari gírun eru tveir ókostir sem hafa þarf í huga. Annars vegar þarf að endurstilla tvær festingar hjóla. Hins vegar þarf að gæta þess að fyrst átakið er gegnt akkerinu þarf það að halda við bæði fargi og þeim sem í það togar (líta má á þetta sem 1:6 gírun á akkerið).

Einföld

Skýringarmynd af  einfaldri 1:5 gírun

Með einu auka hjóli mætti ná sama hlutfalli með einfaldri gírun. Sett er upp 1:3 gírun sem fyrr en nú er átaksendinn nú leiddur um hjól sem fest er við akkerið (í raun bara stefnubreyting) og svo í gegnum annað hjól sem tengt er við sömu festingu og farghjól 1:3 gírunarinnar.

Þetta krefst vissulega auka hjóls en fækkar endurstillingum og sá sem togar léttir í raun eilítið á akkerinu (tekur 1/5 af kraftinum á sig).

Hlutföll gírana reiknuð