Börur útbúnar

Börur og þolanda þarf að útbúa sérstaklega eftir því hvernig börunum skal slakað eða þær hífðar, hugsanlegum áverka þolanda.

Hanafótur festur

Börur láréttar

Oftast er þægilegast að slaka börum lárétt niður mikinn bratta. Þá liggur þolandi flatur, allur þungi börunnar hangir í línunni og börumaður hangir neðan í henni og getur hvort tveggja stýrt börunum og sinnt þolanda.

Ef ástæða er til má einnig senda tvo börumenn með láréttum börum.

Hanafótur er þá hengdur í fjóra tengipunkta og kemur saman nálægt þyngdarmiðju börunnar með sjúklingi í.

Börur lóðréttar

Ef aðstæður eru erfiðar fyrir láréttar börur (t.d. of þröngt eða þegar nota á „pike-and-pivot“) er gagnlegt að láta börurnar hanga lóðrétt. Eins eru börur almennt lóðréttar í brattbrekkubjörgun með einn börumann fyrir enda og einn á sitt hvorri hlið.

Hanafóturinn er þá festur í tvo tengipunkta og kemur saman sæmilega nálægt börunum.

Þolandi festur í börur

Þolandi slasaður á fæti

Börumenn festir í börur

Ef börumaður er einn er hann festur í topppunkt(?) hanafótar með prússellu svo hann geti stillt sig af, og tryggður í öryggislínu kerfisins.

...