Merki HSSR

Notkun D4H

Það helsta sem maður gerir í D4H er nægilega augljóst að maður þarf ekki að leiða hugann neitt sérlega að því. Skráning á viðburði er gerð með einföldum músarsmelli á „Yes“ eða „No“ valmöguleikana og dagatalið er á sæmilega aðgengilegum stað. Hins vegar eru nokkrar aðgerðir sem margir vita ef til vill ekki af og því eru þær teknar saman hér.

Yfirferð þáttakenda

Attendance hnappurinn

Að loknum viðburði þarf að yfirfara skráninguna. Ef misfærslur eru í skráningunni þarf að lagfæra hana með því að smella á „Attendance“ hnappinn efst til vinstri. Þá kemur upp listi yfir meðlimi sveitarinnar. Þeir sem mættu eru merktir grænir og þeir sem mættu ekki eru merktir rauðir.

Til að vista er svo smellt á „Update attendance“ neðan við nafnalistann.

Samantekt viðburðar

Eins er gott að skrifa smá samantekt á viðburðinum svo hægt sé að halda utan um starfið. Þá er smellt á „Update details“ hnappinn efst til vinstri. Þar má uppfæra upplýsingar um viðburðinn.

Samantektin er sett í „Description“ rammann (sá sem sá um viðburðinn á að hafa sett lýsinguna á því sem gera átti í „Pre-plan“ ramman þar fyrir ofan) og smellt á „Save Changes“ hnappinn neðst.

Eins er ágætt að fara yfir merkin (e. Techniques & Tags) ef það var ekki gert þegar viðburðurinn var skipulagður eða verkefni hans breyttust.