martin.swift.is > firstaid > LaTeX

Þessi síða lýsir annars vegar eins konar lágmarks LaTeX skjali og hins vegar nokkrum skipunum sem ég nota nógu sjaldan til að muna ekki ; )

Lágmarksskjal

Það þarf ekki mikið í lágmarks LaTeX skjal. Þar sem ég skrifa venjulega á íslensku þyrfti ég að hafa það svo:

\documentclass{article}

\usepackage[utf8]{inputenc}
\usepackage[T1]{fontenc}
\usepackage[icelandic]{babel}
\selectlanguage{icelandic}

\begin{document}
Hér skrifa ég innihaldið...
\end{document}
Dæmi um lágmarks LaTeX skjal

Grunnskipanir

Titill

Titill er gerður með \maketitle skipuninni sem kemur þá beint eftir \begin{document}. Það sem koma á í titilinn er skilgreint í formálanum (e. preamble; það sem er á milli \documentclass[...]{...} og \begin{document}) svona:

\title{Dæmigerður titill á \LaTeXe skjali}
\author{Höfundur skjalsins}
\date{ákveðin dagsetning ef þess er óskað}

Titillin birtist á sér blaðsíðu fyrir alla (?) stíla nema article. Einnig má sníða sér eigin titilsíðu með titlepage umhverfinu.

Fyrirsagnir

Fyrirsagnir eru gerðar með skipuninni \section{} þar sem fyrirsögnin kemur milli oddklofanna. Fyrirsagnirnar tölusetjast þá þegar skjalið er þýtt en velja má að hafa þær ótölusettar með því að setja stjörnu á undan oddklofonum; \section*{}.

Til að gera undirfyrirsagnir er skipunin \subsection{} eða \subsection*{} notuð líkt og með fyrirsagnir. Ennfremur má gera undir-undirfyrirsagnir með ... jú, þú gast upp á því; \subsubsection{} og \subsubsection*{} fyrir tölusettar og ótölusettar fyrirsagnir, tilsvarandi.

\section{Hér kemur fyrsta fyrirsögnin}
\subsection{Henni fylgir svo þessi undirfyrirsögn}
Þar undir er þessi texti til að sýna stærðarhlutföll.
Dæmi um fyrirsagnir

Stærðfræðitexti

Til að birta stærðfræðitexta í LaTeX skjali er stokkið inn í stærðfræðiumhverfi. Skoðum þrjú:

math umhverfið

Skiptir yfir í stærðfræðiumhverfi innan í utanumliggjandi umhverfi. Vegna þess hve þetta umhverfi er mikið notað hefur verið búin til eins konar skammstöfun fyrir þetta umhverfi; texti sem afmarkast af tvemur dollaramerkjum, $, er þýddur sem math umhverfi.

Engu máli skiptir hvort ritað er \begin{math} -1 = e^{i \cdot \pi} \end{math}
eða heldur $ e^{i \cdot \pi} = - 1 $. Það kemur út á eitt.
Dæmi um notkun „math“ umhverfisins

displaymath umhverfið

Skiptir yfir í stærðfræðiumhverfi í sér línu. Þetta umhverfi hefur, líkt og math, eins konar skammstöfun; texti sem afmarkast af \[ og \] er þýddur sem displaymath umhverfi.

Engu máli skiptir hvort ritað er
\begin{displaymath}
  -1 = e^{i \cdot \pi}
\end{displaymath}
eða heldur
\[	e^{i \cdot \pi} = - 1.	\]
Það kemur út á eitt.
Dæmi um notkun „displaymath“ umhverfisins

equation umhverfið

Skiptir yfir í stærðfræðiumhverfi í sér línu og er auk þess tölusett. Með því að setja merkimiða (e. label) inn í umhverfið má vísa í númer jöfnunar með skipuninni \ref{}

Ekki er til skammstöfun fyrir þetta umhverfi, en á móti kemur að við getum vitnað í jöfnuna
\begin{equation}
  -1 = e^{i \cdot \pi}
  \label{jafna}
\end{equation}
og sagt ,,þetta var jafna \ref{jafna}."'
Dæmi um notkun „equation“ umhverfisins

Tákn

Nokkrar slóðir á lista yfir tákn:

Fagurfræði

Heildi

Það þykir góð venja að hafa bil milli þess sem heildað er og heildisörsmæðarinnar svo í dæminu hér fyrir neðan er stutta bilið \, notað til að aðskilja dx frá því sem á undan fer. Skipunin \qquad býr svo til heldur lengra bil milli sem aðskilur heildin tvö:

\[
  \int f(x) \, dx \qquad \oint e^{ix} \, dx
\]
Dæmi um heildi

Með AMS-pakkanum má svo fá tvöfalt-: \iint, þrefalt-: \iiint og fjórfalt heildi: \iiiint. Ef þörf er á að fara lengra: \idotsint.

Línubil

Til að fá línubil má nota skipunina

\renewcommand{\baselinestretch}{1.2}

Sjá Double-spaced documents in LaTeX TeX Frequently Asked Questions on the Web

Stærðfræðiumhverfi

AMS:

Sniðugt

Babel klasinn skilgreinir gráður! Einfaldlega að skella inn \gradur og þá fæst lítið gráðumerki, sniðugt : )

Einnig er skilgreint \upp sem superscript-ar.

Ég gerði png-myndir af formúlunum hér í skjalinu með latex2png sem er (m.a.) að finna á raunvis.hi.is.

Þýðing á LaTeX skjali

LaTeX skjal sem nefnist skjal.tex er þýtt með skipuninni

latex skjal

eða

latex skjal.tex

Við það verður til skrá sem heitir skjal.dvi. Hana má skoða með forritinu xdvi eða með því að breyta henni í postscript skjal með dvips:

dvips skjal

Postscript skjalinu má svo breyta yfir í pdf skrá með ps2pdf.

Til eru önnur forrit, t.d. dvipdf, sem væntanlega virka svipað (eða nógu svipað).

Útprentun

Til að prenta skrá út á prenturunum í VR II skal á rhi netinu (t.d. kötlu og kröflu) nota skipunina

lpr -P vr21laser skra.ps

(eða .pdf) en ef utan þess (t.d. á raunvis sem cosmos er hluti af) þá þarf að vísa veginn að prentaranum með skipuninni

lpr -P vr21laser@rhi.hi.is skra.ps

Tenglar á góðar síður

Almennar upplýsingar

Tilvísanir

Sérstakir pakkar

Sourcecode Listings
Pakki til að birta tilsniðinn kóða.
LaTeX Resume Templates
Ágæt sniðmát fyrir ferilskrár.